Óska eftir því að ummæli starfsmanns Hafró verði dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 11:17 Frá aðgerðum björgunarsveitamanna í fjörunni við Garð um liðna helgi. Vísir/Sunna Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda. Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15