Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:42 Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. Vísir/ap Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45
Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15