Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2019 08:19 Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn. Mynd/TV-2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust: Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust:
Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06