Innlent

Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Guðmundur og eiginkona hans, Þórey Ólafsdóttir, í Nýju-Delí.
Guðmundur og eiginkona hans, Þórey Ólafsdóttir, í Nýju-Delí.
Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. Rússneski sjó- og flugherinn réðst á þrjú úkraínsk herskip á Svartahafi við Krímskaga í nóvember á síðasta ári. 24 sjóliðar voru teknir höndum og 6 særðust. Er þetta alvarlegasta atvik sem upp hefur komið á milli þjóðanna síðan Rússar innlimuðu Krímsaga árið 2014. Rússar segja að úkraínsku skipin hafi farið ólöglega inn í landhelgi en Úkraínumenn að Rússar hafi brugðist við með offorsi. Sjóliðarnir eru nú í fangelsi í Moskvu.

Guðmundur er 71 árs og hefur áratuga reynslu af utanríkismálum. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðahafréttardómstólnum í Hamborg og sem sendiherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×