Föstudagsplaylisti sideproject Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 2. ágúst 2019 11:30 Myndræn framsetning á eðli sveitarinnar. aðsend Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira