Hjólreiðamaður kom stökkvandi inn á gangbraut fyrir bíl í Kópavogi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 13:04 Lögreglumaður segir að svo virðist sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Manni brá svolítið þegar maður sá þetta,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, um myndband af umferðarslysi sem átti sér stað á Urðarbraut í Kópavogi í síðustu viku. Þar kom hjólreiðamaður svífandi á miklum hraða inn á gangbraut við hringtorg með þeim afleiðingum að hann hafnaði beint framan á bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Heimir segir að svo virðist vera sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Þetta fór sannarlega betur en á horfðist,“ segir Heimir. Hann segir nokkuð óumdeilt hvað gerðist þarna miðað við myndefnið en lögreglan mætti á vettvang og ræddi við hjólreiðamanninn og ökumann bílsins. Hjólreiðamaðurinn hafði komið á miklum hraða niður brekku og kom á stökki fram hjá tveimur runnum inn á gangbrautina. Spurður hvort hjólreiðamaðurinn eða ökumaðurinn sé í rétt segir Heimir það ekki hans að dæma. Það eigi eftir að úrskurða það, bæði út frá tryggingafélögunum og með tilliti til umferðarlaga. „Hann sýnir ekki mikla aðgæslu að því er virðist,“ segir Heimir. Bæði ökumaðurinn og hjólreiðamaðurinn voru allsgáðir þegar þetta átti sér stað að sögn Heimis. Klippa: Hjólreiðamaður kom stökkvandi á bíl við gangbraut í Kópavogi Kópavogur Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Sjá meira
„Manni brá svolítið þegar maður sá þetta,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, um myndband af umferðarslysi sem átti sér stað á Urðarbraut í Kópavogi í síðustu viku. Þar kom hjólreiðamaður svífandi á miklum hraða inn á gangbraut við hringtorg með þeim afleiðingum að hann hafnaði beint framan á bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Heimir segir að svo virðist vera sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Þetta fór sannarlega betur en á horfðist,“ segir Heimir. Hann segir nokkuð óumdeilt hvað gerðist þarna miðað við myndefnið en lögreglan mætti á vettvang og ræddi við hjólreiðamanninn og ökumann bílsins. Hjólreiðamaðurinn hafði komið á miklum hraða niður brekku og kom á stökki fram hjá tveimur runnum inn á gangbrautina. Spurður hvort hjólreiðamaðurinn eða ökumaðurinn sé í rétt segir Heimir það ekki hans að dæma. Það eigi eftir að úrskurða það, bæði út frá tryggingafélögunum og með tilliti til umferðarlaga. „Hann sýnir ekki mikla aðgæslu að því er virðist,“ segir Heimir. Bæði ökumaðurinn og hjólreiðamaðurinn voru allsgáðir þegar þetta átti sér stað að sögn Heimis. Klippa: Hjólreiðamaður kom stökkvandi á bíl við gangbraut í Kópavogi
Kópavogur Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Sjá meira