Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 12:08 Frá Sauðárkróki, höfuðstað Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vísir/Pjetur „Við leggjumst gegn þessu í þessari mynd sem það er. Íbúar þessara svæða hafa aldrei verið spurðir hvort þeir vilji fá þetta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, í tilefni af bókun, sem samþykkt var í gær, þar sem lýst er verulegri andstöðu við áform ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna,“ segir í bókun Skagfirðinga, sem send var Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggðaráðið bendir á að stærstur hluti þess svæðis, sem lagt sé til að falli undir þjóðgarð, sé afréttareign í þjóðlendu. „Í því felast meðal annars mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.“ Þá taki tillaga um afmörkun þjóðgarðsins ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. „Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, það er þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu."Frá Varmahlíð í Skagafirði.Vísir/Vilhelm.„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu,“ segir meðal annars í bókun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landbúnaður Skagafjörður Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00 Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00 Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00 Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
„Við leggjumst gegn þessu í þessari mynd sem það er. Íbúar þessara svæða hafa aldrei verið spurðir hvort þeir vilji fá þetta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, í tilefni af bókun, sem samþykkt var í gær, þar sem lýst er verulegri andstöðu við áform ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna,“ segir í bókun Skagfirðinga, sem send var Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggðaráðið bendir á að stærstur hluti þess svæðis, sem lagt sé til að falli undir þjóðgarð, sé afréttareign í þjóðlendu. „Í því felast meðal annars mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.“ Þá taki tillaga um afmörkun þjóðgarðsins ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. „Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, það er þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu."Frá Varmahlíð í Skagafirði.Vísir/Vilhelm.„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu,“ segir meðal annars í bókun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Landbúnaður Skagafjörður Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00 Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00 Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00 Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. 17. nóvember 2016 07:00
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Nefnd umhverfisráðherra kannar forsendur hálendisþjóðgarðs Sett verður á fót nefnd, samkvæmt ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem falið verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. 15. júní 2016 07:00
Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu "Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 27. mars 2019 06:00
Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Nýr miðhálendisþjóðgarður myndi ná yfir fjörutíu prósent landsins, stærstu eyðimörk, stærsta jökul og stærsta landsvæði Evrópu án samfelldrar búsetu. Alls á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á svæðið eða allt 24. nóvember 2017 07:00
Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45
Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla þeirra sameinuð. 7. september 2018 08:00
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45