Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Sumarhúsaeigendur á Suðvesturlandi hafa ekki farið varhluta af faraldri lúsmýs í sumar. Fréttablaðið/Pjetur Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira