Snúin staða Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun