Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það. Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það.
Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00
Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31
Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04