Raforkulöggjöf sem hefur reynst vel Hörður Arnarson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Hörður Arnarson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun