Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér. Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér.
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira