Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér. Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér.
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira