Vonarstræti Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar