Tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði stofnunar fyrir ungmenni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri. Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri.
Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira