Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 00:40 Skurðgrafa rétt utan við landamerki Seljanes Aðsend Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30
Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42
Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44
Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13
„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23