Isco tognaði aftan í læri og missir örugglega af leiknum á móti Villarreal á sunnudaginn. Hann verður væntanlega ekki með spænska landsliðinu í næstu verkefnum.
Isco joins the extensive Real Madrid injury listhttps://t.co/5bnVHB81aO
— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) August 29, 2019
Isco þurfti að fara af velli á 68. mínútu í leiknum á móti Real Valladolid um síðustu helgi en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.
Real Madrid sagði að félagið muni fylgjast vel með bata Isco en það er ekki alveg ljóst hversu alvarleg tognunin er. Menn vona það besta enda er hópurinn farinn að þynnast aðeins vegna allra þessara meiðsla.
Isco spilaði vinstra megin við Karim Benzema í leiknum um helgina en hægra megin var svo Gareth Bale. Í fyrsta deildarleik tímabilsins, sem vannst 3-1, þá voru þeir Vinícius Júnior, Benzema og Bale sem byrjuðu í framlínunni.
Nýi maðurinn Luka Jovic kom inn þegar Isco meiddist í leiknum um helgina en áður hafði Vinícius Júnior komið inn fyrir hinn meidda James Rodriguez.
Á meiðslalista Real Madrid eru nú bæði Eden Hazard, Ferland Mendy auk þess sem Marco Asensio sleit krossband á undirbúningstímabilinu og verður ekkert með á leiktíðinni. James Rodriguez er einnig að glíma við kálfameiðsli og þá eru ungur strákarnir Rodrygo Goes og Brahim Diaz líka frá vegna meiðsla.