Mikilvægt skref fyrir leikjaiðnað Vignir Örn Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:15 Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Tækni Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar