Áfall Sigríður Snæbjörnsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er eitt fjölmennasta félag landsins. Ríflega 12.000 greiðandi félagsmenn tilheyra því. Eitt af fjölmörgum hlutverkum Félags eldri borgara (FEB) er að vinna að úrbótum í húsnæðismálum fyrir eldri borgara. Til langs tíma hefur FEB byggt fjölbýlishús fyrir félagsmenn með góðum árangri og hefur það alltaf verið gert á kostnaðarverði og aldrei annað staðið til með þennan hluta starfseminnar. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að FEB hefur verið að byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum við Árskóga 1-3. Þegar komið var að afhendingu íbúðanna um mánaðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að tæplega 400 milljóna króna halli var á framkvæmdunum.Hvað fór úrskeiðis? Eftir mikla vinnu bæði stjórnar FEB og aðkeyptra sérfræðinga, kom í ljós að hallinn orsakaðist fyrst og fremst af vantöldum fjármagnskostnaði og lágu þau mistök hjá byggingarnefnd félagsins. Þessi vanreiknaði fjármagnskostnaður fór því miður fram hjá öllum þeim eftirlitsaðilum sem að málinu komu. Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir kaupendur íbúðanna og einnig fyrir okkur í stjórn félagsins. Félagið, sem hefur lagt metnað sinn í að skila verkefnum vel af sér, mátti nú horfast í augu við að eitthvað alvarlegt hafði farið úrskeiðis. Þessar vikur sem liðnar eru frá því að hallinn kom í ljós hafa einkennst af látlausri vinnu til að kanna hvernig þetta gat gerst og er henni hvergi lokið. Það er ekki síður mikilvægt að finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir kaupendur íbúðanna.FEB starfar án hagnaðarsjónarmiða Félag eldri borgara starfar án þess að hagnaðarsjónarmið séu í fyrirrúmi og á því í enga sjóði að sækja. Ef ekki tekst að selja íbúðirnar á kostnaðarverði blasir við að félagið fer í greiðslustöðvun og/eða gjaldþrot. Þá munu 12 þúsund félagsmenn líða fyrir þessi mistök fyrir utan þau ómældu óþægindi sem kaupendur hafa nú þegar orðið fyrir. Ákveðið var að freista þess að fá kaupendur til þess að taka þennan halla hlutfallslega á sig þannig að heildarverð allra íbúða næði upp í kostnaðarverð sem kom að sjálfsögðu illa við fólk eftir að hafa gert ráð fyrir lægra verði og er auðvelt að skilja vonbrigðin. Eftir samningaviðræður við framkvæmda- og fjármögnunaraðila tókst að ná samkomulagi um að lækka hallann úr 400 milljónum króna niður í 250 milljónir króna og var verð íbúða þá aftur lækkað sem því nam, eða um tæp 40% frá fyrri hækkun. Nú er því verð íbúðanna komið 5% niður fyrir kostnaðarverð og um 17-20% niður fyrir markaðsvirði sambærilegra íbúða á frjálsum markaði.Verkefni stjórnar Stjórn félagsins tekur þetta mál mjög alvarlega og mun leita allra leiða til að komast að því hvernig þetta gat gerst um leið og félagið vinnur að frekari lausnum til að auðvelda kaupendum að takast á við þessi óvæntu útgjöld. Því miður eru þetta ekki fyrstu mistökin sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum hérlendis og væntanlega ekki þau síðustu heldur. Það er þó bót í máli fyrir kaupendur að íbúðirnar eru seldar undir kostnaðarverði. Niðurstaðan er að félaginu urðu á alvarleg mistök, það er óumdeilanlegt. Margar spurningar hafa vaknað. Hvernig gat þetta gerst og af hverju tók enginn eftir neinu fyrr en að verkinu var að mestu lokið? Útreikningarnir höfðu farið í gegnum hendur margra lærðra aðila á viðurkenndum og virtum stofnunum og félögum. Vonandi mun óháð endurskoðun á málinu leiða í ljós svörin við þessum og fleiri spurningum. Nú hafa flestir kaupendur samþykkt nýtt verð íbúðanna og margir eru þegar fluttir inn. Það er von okkar í stjórn FEB að íbúar Árskóga 1 og 3 muni, þrátt fyrir þessa leiðu uppákomu, njóta þessara góðu íbúða um ókomin ár.Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er eitt fjölmennasta félag landsins. Ríflega 12.000 greiðandi félagsmenn tilheyra því. Eitt af fjölmörgum hlutverkum Félags eldri borgara (FEB) er að vinna að úrbótum í húsnæðismálum fyrir eldri borgara. Til langs tíma hefur FEB byggt fjölbýlishús fyrir félagsmenn með góðum árangri og hefur það alltaf verið gert á kostnaðarverði og aldrei annað staðið til með þennan hluta starfseminnar. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að FEB hefur verið að byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum við Árskóga 1-3. Þegar komið var að afhendingu íbúðanna um mánaðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að tæplega 400 milljóna króna halli var á framkvæmdunum.Hvað fór úrskeiðis? Eftir mikla vinnu bæði stjórnar FEB og aðkeyptra sérfræðinga, kom í ljós að hallinn orsakaðist fyrst og fremst af vantöldum fjármagnskostnaði og lágu þau mistök hjá byggingarnefnd félagsins. Þessi vanreiknaði fjármagnskostnaður fór því miður fram hjá öllum þeim eftirlitsaðilum sem að málinu komu. Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir kaupendur íbúðanna og einnig fyrir okkur í stjórn félagsins. Félagið, sem hefur lagt metnað sinn í að skila verkefnum vel af sér, mátti nú horfast í augu við að eitthvað alvarlegt hafði farið úrskeiðis. Þessar vikur sem liðnar eru frá því að hallinn kom í ljós hafa einkennst af látlausri vinnu til að kanna hvernig þetta gat gerst og er henni hvergi lokið. Það er ekki síður mikilvægt að finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir kaupendur íbúðanna.FEB starfar án hagnaðarsjónarmiða Félag eldri borgara starfar án þess að hagnaðarsjónarmið séu í fyrirrúmi og á því í enga sjóði að sækja. Ef ekki tekst að selja íbúðirnar á kostnaðarverði blasir við að félagið fer í greiðslustöðvun og/eða gjaldþrot. Þá munu 12 þúsund félagsmenn líða fyrir þessi mistök fyrir utan þau ómældu óþægindi sem kaupendur hafa nú þegar orðið fyrir. Ákveðið var að freista þess að fá kaupendur til þess að taka þennan halla hlutfallslega á sig þannig að heildarverð allra íbúða næði upp í kostnaðarverð sem kom að sjálfsögðu illa við fólk eftir að hafa gert ráð fyrir lægra verði og er auðvelt að skilja vonbrigðin. Eftir samningaviðræður við framkvæmda- og fjármögnunaraðila tókst að ná samkomulagi um að lækka hallann úr 400 milljónum króna niður í 250 milljónir króna og var verð íbúða þá aftur lækkað sem því nam, eða um tæp 40% frá fyrri hækkun. Nú er því verð íbúðanna komið 5% niður fyrir kostnaðarverð og um 17-20% niður fyrir markaðsvirði sambærilegra íbúða á frjálsum markaði.Verkefni stjórnar Stjórn félagsins tekur þetta mál mjög alvarlega og mun leita allra leiða til að komast að því hvernig þetta gat gerst um leið og félagið vinnur að frekari lausnum til að auðvelda kaupendum að takast á við þessi óvæntu útgjöld. Því miður eru þetta ekki fyrstu mistökin sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum hérlendis og væntanlega ekki þau síðustu heldur. Það er þó bót í máli fyrir kaupendur að íbúðirnar eru seldar undir kostnaðarverði. Niðurstaðan er að félaginu urðu á alvarleg mistök, það er óumdeilanlegt. Margar spurningar hafa vaknað. Hvernig gat þetta gerst og af hverju tók enginn eftir neinu fyrr en að verkinu var að mestu lokið? Útreikningarnir höfðu farið í gegnum hendur margra lærðra aðila á viðurkenndum og virtum stofnunum og félögum. Vonandi mun óháð endurskoðun á málinu leiða í ljós svörin við þessum og fleiri spurningum. Nú hafa flestir kaupendur samþykkt nýtt verð íbúðanna og margir eru þegar fluttir inn. Það er von okkar í stjórn FEB að íbúar Árskóga 1 og 3 muni, þrátt fyrir þessa leiðu uppákomu, njóta þessara góðu íbúða um ókomin ár.Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun