Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent