Biðin eftir því að sjá Lionel Messi aftur á knattspyrnuvellinum lengist því hann verður að öllum líkindum í stúkunni um helgina.
Barcelona á útileik gegn Osasuna og eins og staðan er í dag eru nánast engar líkur á því að Messi spili. Hann á þó ekki langt í land.
Messi hefur aðeins æft tvisvar síðan 5. ágúst og myndi aðeins ná tveimur æfingum fyrir leik helgarinnar. Það er of lítið og forráðamenn félagsins vilja eðlilega fara varlega með stjörnuna sína.
Svo er landsleikjahlé fram undan og því fengi Messi tvær aukavikur til þess að jafna sig og kæmi því til baka í algjöru toppformi. Það væri því teflt djarft með því að láta hann spila um helgina.
Messi aftur í stúkunni um helgina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

