„Við erum að tala um litla ísöld“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:00 Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn. Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42