Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. ágúst 2019 06:00 Mako-hákarlar voru ein tegundin sem fékk aukna vernd. Nordicphotos/Getty Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira