Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. ágúst 2019 13:30 Farþegarnir ganga frá borði í Keflavík. Vísir/EgillA Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira