Robinson, sem er 35 ára, lék með ÍR á síðasta tímabili eftir að hafa verið látinn fara frá Njarðvík. ÍR-ingar komust í úrslit Domino's deildar karla og töpuðu í oddaleik fyrir KR-ingum.
Robinson lék með Haukum tímabilið 2010-11 og hefur einnig leikið með Hetti á Egilsstöðum.
Á síðasta tímabili skoraði Robinson 16,4 stig og tók 9,3 fráköst að meðaltali í leik með ÍR.
Auk Robinsons hafa Haukar fengið Flenard Whitfield, Emil Barja, Yngva Frey Óskarsson og Gunnar Inga Harðarson til sín í sumar.
Israel Martin er nýr þjálfari Hauka en hann tók við af Ívari Ásgrímssyni. Martin skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka.