Breytti nafninu sínu í Lionel Messi og er búinn að finna sér félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 14:00 Ekki er vitað hver viðbrögð þeirra Ernesto Valverde og Leo Messi voru við því að Lionel Messi er ekki lengur eini fótboltamaðurinn sem heitir Lionel Messi. Getty/Joan Valls Ungir piltar taka oft upp á ótrúlegustu hlutum á táningsárunum en sumir fara þó lengra en aðrir. Það á við einn sextán ára gamlan norskan pilt. Hann hét Daniel Are Knutsen og er sextán ára gamall. Hann skrifaði þó ekki nafnið Daniel Are Knutsen á nýja samninginn sinn.Wait. What? pic.twitter.com/spntxy3LUy — ESPN FC (@ESPNFC) August 25, 2019Áður en Daniel Are Knutsen samdi við þriðju deildarfélagið IK Junkeren þá hafði hann löglega skipt um nafn. Strákurinn heitir nú löglega Lionel Messi og því er óhætt að slá því upp að Lionel Messi hafi samið við norska þriðju deildarfélagið IK Junkeren. Hinn nýskírði Lionel Messi er svo mikill aðdáandi Lionel Messi að hann ákvað að ganga svo langt að nota sama nafn til heiðurs argentínsku hetjunni sinni.Lionel Messi (16) klar for norsk 3.-divisjonsklubb https://t.co/GUje1Yu2xI — VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2019 Verdens Gang sagði frá félagsskipum Lionel Messi og tók stutt viðtal við hann. „Ég vil segja það að ég reyni eins og ég get að spila eins og hann. Það er möguleiki að sjá eitthvað líkt með okkur en ég veit að ég er ekki eins hæfileikaríkur,“ sagði Lionel Messi yngri í viðtalinu við VG. Runar Bo Eriksen, framkvæmdastjóri Junkeren, staðfesti við VG að strákurinn byrji að spila með sextán ára liði félagsins en vonar að honum takist að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu. „Ég grínaðist með það að nú þyrftum við bara að leita að Cristiano Ronaldo,“ sagði Runar Bo Eriksen við VG. Fótbolti Noregur Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Ungir piltar taka oft upp á ótrúlegustu hlutum á táningsárunum en sumir fara þó lengra en aðrir. Það á við einn sextán ára gamlan norskan pilt. Hann hét Daniel Are Knutsen og er sextán ára gamall. Hann skrifaði þó ekki nafnið Daniel Are Knutsen á nýja samninginn sinn.Wait. What? pic.twitter.com/spntxy3LUy — ESPN FC (@ESPNFC) August 25, 2019Áður en Daniel Are Knutsen samdi við þriðju deildarfélagið IK Junkeren þá hafði hann löglega skipt um nafn. Strákurinn heitir nú löglega Lionel Messi og því er óhætt að slá því upp að Lionel Messi hafi samið við norska þriðju deildarfélagið IK Junkeren. Hinn nýskírði Lionel Messi er svo mikill aðdáandi Lionel Messi að hann ákvað að ganga svo langt að nota sama nafn til heiðurs argentínsku hetjunni sinni.Lionel Messi (16) klar for norsk 3.-divisjonsklubb https://t.co/GUje1Yu2xI — VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2019 Verdens Gang sagði frá félagsskipum Lionel Messi og tók stutt viðtal við hann. „Ég vil segja það að ég reyni eins og ég get að spila eins og hann. Það er möguleiki að sjá eitthvað líkt með okkur en ég veit að ég er ekki eins hæfileikaríkur,“ sagði Lionel Messi yngri í viðtalinu við VG. Runar Bo Eriksen, framkvæmdastjóri Junkeren, staðfesti við VG að strákurinn byrji að spila með sextán ára liði félagsins en vonar að honum takist að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu. „Ég grínaðist með það að nú þyrftum við bara að leita að Cristiano Ronaldo,“ sagði Runar Bo Eriksen við VG.
Fótbolti Noregur Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira