Luka Lúkas Kostic stýrir Haukum í síðustu fjórum leikjum liðsins í Inkasso-deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
Luka tekur við af Búa Vilhjálmi Guðmundssyni sem hætti hjá Haukum í gær. Búi tók við liðinu af Kristjáni Ómari Björnssyni eftir fjórar umferðir.
Luka þekkir vel til á Ásvöllum. Hann er þjálfari 3. flokks karla hjá Haukum og þjálfaði meistaraflokk karla í Inkasso-deildinni á árunum 2015-16.
Haukar eru í 10. sæti Inkasso-deildarinnar með 16 stig, jafn mörg og Magni, sem er í 11. sæti, en hagstæðari markatölu. Næsti leikur Hauka er gegn Leikni R. í Breiðholtinu á föstudaginn.
Luka er einn reyndasti þjálfari landsins. Auk Hauka hefur hann stýrt Þór Ak., Grindavík, KR og Víkingi R. Hann hefur einnig þjálfað yngri landslið Íslands.
Luka stýrir Haukum út tímabilið

Tengdar fréttir

Annar þjálfarinn sem hættir með Hauka í sumar
Haukar þurfa að finna nýjan þjálfara fyrir síðustu fjóra leiki sína í Inkasso-deild karla.