Eggnám síðustu kvennashyrninganna gekk vel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 22:42 Mæðgurnar Najin og Fatu ásamt kvendýri af Suður-Afrísku hvítnashyrninga ætt. getty/Jan Husar Hópur dýralækna hafa náð að nema 10 egg örugglega úr tveimur kvendýrum norður-hvíta nashyrningsins í Kenía. Kvendýrin tvö eru þau síðustu af sinni tegund. Svona aðgerð hefur aldrei áður verið framkvæmd. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Vonast er til að hægt verði að frjóvga eggin með frosnu sæði sem tekið var frá hvítum nashyrningi af þessari tegund sem nú er dáinn. Síðasta karldýrið, sem hét Súdan, dó í mars 2018. Tegundinni hefur nánast verið útrýmt vegna veiðiþjófnaðar og búsvæðaleysis. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokka, tegund sem heldur sig í Norður-Afríku og svo tegund sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin í suðrinu er ekki jafn illa sett og sú í norðri. Þeir sem stóðu að aðgerðinni voru Ol Pejeta verndarsvæðið, Leibniz Institute for Zoo & Wildlife Research, Dvur Králové dýragarðurinn í Tékklandi og Kenya Wildlife Service. „Við erum hæstánægð að þetta samstarf hafi fært okkur nær því að koma í veg fyrir útrýmingu norður-hvítu nashyrninganna,“ sagði John Waweru, framkvæmdarstjóri KWS. „Þetta snertir hjörtu okkar sérstaklega vegna dauða Súdans, síðasta karldýrsins, sem dó í hárri elli á síðasta ári í Kenía.“ Nashyrningarnir tveir sem enn lifa, móðir og dóttir hennar sem heita Najin og Fatu, búa á Ol Pejeta verndarsvæðinu í miðju Kenía og eru þær vaktaðar allan sólarhringinn. Verðir þeirra bera vopn. Vegna erfðagalla getur hvorug þeirra gengið með afkvæmi. Gert er ráð fyrir að fósturvísi verði komið fyrir í staðgöngumóður af tegund suður-hvítra nashyrninga í náinni framtíð. Tæknin, sem var beitt í aðgerðinni, hefur verið þróuð á undanförnum árum en er ekki fullkomlega örugg. Hætta er á að þótt að fósturvísum verði komið fyrir í legi annarra kvendýra muni meðganga ekki verða löng. Dýr Kenía Tengdar fréttir Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31 Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01 Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Hópur dýralækna hafa náð að nema 10 egg örugglega úr tveimur kvendýrum norður-hvíta nashyrningsins í Kenía. Kvendýrin tvö eru þau síðustu af sinni tegund. Svona aðgerð hefur aldrei áður verið framkvæmd. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Vonast er til að hægt verði að frjóvga eggin með frosnu sæði sem tekið var frá hvítum nashyrningi af þessari tegund sem nú er dáinn. Síðasta karldýrið, sem hét Súdan, dó í mars 2018. Tegundinni hefur nánast verið útrýmt vegna veiðiþjófnaðar og búsvæðaleysis. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokka, tegund sem heldur sig í Norður-Afríku og svo tegund sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin í suðrinu er ekki jafn illa sett og sú í norðri. Þeir sem stóðu að aðgerðinni voru Ol Pejeta verndarsvæðið, Leibniz Institute for Zoo & Wildlife Research, Dvur Králové dýragarðurinn í Tékklandi og Kenya Wildlife Service. „Við erum hæstánægð að þetta samstarf hafi fært okkur nær því að koma í veg fyrir útrýmingu norður-hvítu nashyrninganna,“ sagði John Waweru, framkvæmdarstjóri KWS. „Þetta snertir hjörtu okkar sérstaklega vegna dauða Súdans, síðasta karldýrsins, sem dó í hárri elli á síðasta ári í Kenía.“ Nashyrningarnir tveir sem enn lifa, móðir og dóttir hennar sem heita Najin og Fatu, búa á Ol Pejeta verndarsvæðinu í miðju Kenía og eru þær vaktaðar allan sólarhringinn. Verðir þeirra bera vopn. Vegna erfðagalla getur hvorug þeirra gengið með afkvæmi. Gert er ráð fyrir að fósturvísi verði komið fyrir í staðgöngumóður af tegund suður-hvítra nashyrninga í náinni framtíð. Tæknin, sem var beitt í aðgerðinni, hefur verið þróuð á undanförnum árum en er ekki fullkomlega örugg. Hætta er á að þótt að fósturvísum verði komið fyrir í legi annarra kvendýra muni meðganga ekki verða löng.
Dýr Kenía Tengdar fréttir Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31 Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01 Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. 23. júní 2019 16:05
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi Veiðiþjófar brutust inn í dýragarðinn og skutu nashyrninginn þremur skotum í höfuðið. 7. mars 2017 21:31
Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. 26. júlí 2018 15:43
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51
Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. 28. maí 2019 23:01
Íslenskt flugfélag flutti evrópska nashyrninga til heimahaganna Íslenska fragtflugfélagið Air Atlanta Icelandic flutti fimm svarta nashyrninga frá Evrópu til nýju heimkynna þeirra í þjóðgarði í Rúanda. 24. júní 2019 23:34