Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 19:14 Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti