Fimmtíu þúsund manns sáu bandaríska „C-landsliðið“ í körfubolta vinna sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:30 Kemba Walker fer yfir málin með þjálfaranum Gregg Popovich. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað. Körfubolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað.
Körfubolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira