Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2019 15:15 Grein Halpern birtist í New York Times. Skjáskot Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira