Utanríkisráðherra ber að segja af sér Benedikt Lafleur skrifar 22. ágúst 2019 14:26 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun