Búið að ráða í flest stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:32 Skólasetning fór fram í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Fréttablaðið/Stefán Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira