Búið að ráða í flest stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:32 Skólasetning fór fram í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Fréttablaðið/Stefán Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira