Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 16:30 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. Krefst miðstjórnin þess að stjórnvöld sýni á spilin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun apríl. Að því er fram kemur á vef ASÍ segir svo í yfirlýsingu stjórnvalda:1. Komið verði á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Miðað er við að sú aðgerð auki ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins um tíu þúsund krónur á mánuði.2. Skattleysismörk haldist föst að raunvirði á innleiðingartímabilinu og að því loknu hækki persónuafsláttur og skattþrep umfram verðbólgu sem nemi framleiðniaukningu. Þá segir í ályktun miðstjórnar ASÍ: „Nú tæpum 5 mánuðum eftir undirritun kjarasamninga eru einu skattatillögur stjórnvalda áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur þurfi ekki að greiða skatt af öllum fjármagnstekjum heldur einungis raunvöxtum. Það virðist því forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bólar ekkert á áðurnefndum skattalækkunum fyrir lágtekjufólk. Við undirritun samninga var lögð mikil áhersla á þetta atriði og var það forsenda þess að kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir og síðar samþykktir af félögum stéttarfélaganna. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að sjá tillögurnar eru þær ekki enn komnar fram og krefst miðstjórn ASÍ þess að þær líti dagsins nú þegar.“ Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. Krefst miðstjórnin þess að stjórnvöld sýni á spilin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun apríl. Að því er fram kemur á vef ASÍ segir svo í yfirlýsingu stjórnvalda:1. Komið verði á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Miðað er við að sú aðgerð auki ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins um tíu þúsund krónur á mánuði.2. Skattleysismörk haldist föst að raunvirði á innleiðingartímabilinu og að því loknu hækki persónuafsláttur og skattþrep umfram verðbólgu sem nemi framleiðniaukningu. Þá segir í ályktun miðstjórnar ASÍ: „Nú tæpum 5 mánuðum eftir undirritun kjarasamninga eru einu skattatillögur stjórnvalda áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur þurfi ekki að greiða skatt af öllum fjármagnstekjum heldur einungis raunvöxtum. Það virðist því forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bólar ekkert á áðurnefndum skattalækkunum fyrir lágtekjufólk. Við undirritun samninga var lögð mikil áhersla á þetta atriði og var það forsenda þess að kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir og síðar samþykktir af félögum stéttarfélaganna. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að sjá tillögurnar eru þær ekki enn komnar fram og krefst miðstjórn ASÍ þess að þær líti dagsins nú þegar.“
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira