Hver níðist á neytendum? Ólafur Arnarson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ólafur Arnarson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun