Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 18:30 Aukið eftirlit Tollgæslunnar er að skila árangri Vísir/Jóhann K. Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21
22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26
Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13