„Awww litla dúllan“ Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 10:08 Mörgum Hafnfirðingnum sem leggur orð í belg er á því að þessi minkur sé mjög krúttlegur. Meðan aðrir vilja halda því til haga að hann er alhliða drápari og skaðræðisskepna. Visir/Vilhelm/Davíð Sölvason Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira