Stjórnkænska og styrkur Einar Benediktsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar