Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 19:00 Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála. Stóriðja Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála.
Stóriðja Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira