Sex ára einhverfur drengur gleymdist í rútu í nokkra klukkutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 14:51 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur drengur og er nýbyrjaður í 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í gær á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur drengur sem hóf nám í 1. bekk í Klettaskóla síðastliðinn mánudag. Eftir skóla í gær átti hann að fara í frístundaheimilið Guluhlíð en þegar mamma hans, Sylwia, kom að sækja hann um klukkan 16:30 komst hún að því að hann hafði ekki skilað sér þangað. Klettaskóli er sérskóli og Gulahlíð er frístundaheimili skólans. Í ljós kom eftir um það bil hálftíma leit að Mikolaj hafði gleymst í rútunni sem skutlar börnum úr Klettaskóla yfir í Guluhlíð. Drengurinn fannst því um klukkan 17 og hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma. Börnin voru sótt í skólann klukkan 13:30 og var ekið með þau í Guluhlíð en að sögn Michal, föður Mikolja, ók bílstjórinn síðan rútunni á bílaplan við Dalveg í Kópavogi þar sem hann læsti rútunni. Mikolaj var enn inni í rútunni en bílstjórinn tók ekki eftir honum. Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Michal segir að enginn frá frístundaheimilinu hafi hringt í þau foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Sylwia segir að starfsmaður á frístundaheimilinu hafi sagt við hana þegar hún kom að sækja að hann hafi haldið að pabbi Mikolaj hafi sótt hann beint í skólann. Það hafi hins vegar ekki verið hringt í Michal til að athuga hvort að svo hefði verið. Pabbi Mikolaj segir að hann hafi verið mjög glaður að sjá foreldrana sína en hann hafi greinilega verið hræddur og grátið mikið. Hræddur og búinn að pissa á sig Michal segir að hann hafi hringt á lögregluna þegar í ljós kom að Mikolaj var týndur. Lögreglan kom og var leitað að Mikolaj í kringum Klettaskóla og Guluhlíð. Lögreglumaður hafi síðan sagt honum klukkan rúmlega 17 að rútubílstjóri hefði fundið Mikolaj í rútunni á bílastæðinu við Dalveg. Þaðan var komið með Mikolaj til foreldra sinna þar sem þau voru við skólann. Spurður út í það hvernig ástandi Mikolaj var í þegar hann hitti loks foreldra sína segir Michal að augljóst hafi verið að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ segir Michal. Michal og Sylwia fóru með Mikolaj á Barnaspítala Hringsins eftir að hann fannst þar sem læknir skoðaði hann. „Og það var allt í lagi með hann. Hann var bara mjög þreyttur. Við vorum komin heim rétt fyrir átta og að hann sofnaði bara strax.“ Mikolaj fór í skólann í morgun en foreldrar hans ætla ekki að senda hann aftur í frístundaheimilið Guluhlíð. Þau vilja hins vegar segja frá því sem gerðist svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. Klettaskóli er sérskóli og Gulahlíð er frístundaheimili skólans.vísir/vilhelm „Þetta á ekki að geta gerst aftur“ Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri sem rekur frístundaheimilið Guluhlíð, segir að mjög fast verklag sé varðandi það þegar börnin fara með rútu frá Klettaskóla og yfir í Guluhlíð. Í gær hafi hins vegar verið gerð mistök af hálfu frístundaheimilisins. „Það er augljóst að það er starfsmaður sem fer ekki eftir verklagsreglum sem verður til þess að við tökum í raun og veru ekki á móti barninu. Við erum búin að hitta foreldrana og fara í gegnum þetta en við vorum ekki búin að búa til verklag í kringum það ef starfsmaður fer ekki eftir verklagi. Þannig að í allan morgun höfum við verið að smíða nýtt verklag í raun og veru til þess að passa það að þetta muni aldrei gerast aftur því þetta er auðvitað martröð okkar allra að börn sem ekki geta hjálpað sér sjálf, að við séum ekki að taka á móti þeim á réttum tíma,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Spurður út í það hvers vegna ekki hafi verið hringt í foreldra Mikolaj þegar hann skilaði sér ekki segir Haraldur að það hafi ekki verið farið eftir verklaginu. Þá gerist þetta. „Í Guluhlíð erum við með verklagið mun strangara en í almennum frístundaheimilum og hver og einn einasti starfsmaður hefur sitt hlutverk og verður að fara eftir verklagi í einu og öllu. Svo þegar við sjáum að það verður þarna handvömm á þá hefur það þessar afleiðingar sem varð til þess að við höfum endurskoðað allt verklag í kringum þetta,“ segir Haraldur. Þá hafi verið settir upp tveir varaventlar eins og hann orðar það. Einn starfsmaður hafi þannig einungis það hlutverk að taka á móti börnunum í rútunni og tveir aðrir starfsmenn sjá svo um að „baktékka“ það að allir hafi skilað sér inn á deildir frístundaheimilisins. „Þetta á ekki að geta gerst aftur því þótt einn starfsmaður klikki þá eru tveir aðrir starfsmenn sem þurfa að baktékka verk allra til þess að þetta gerist alls ekki aftur.“ Skerpt á verkferlum hjá rútufyrirtækinu Jónas Haraldsson, talsmaður rútufyrirtækisins Teits Jónassonar sem sér um að keyra börnin úr Klettaskóla yfir í frístundaheimilið, segir að þar hafi verkferlar líka verið endurskoðaðir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð gerist ekki aftur. Hann segir að rætt hafi verið við bílstjórann sem ók rútunni í gær. Um stóra rútu er að ræða með 57 sætum. Áður en bílstjórinn ók burt frá frístundaheimilinu í gær og að stæði Teits Jónassonar við Dalveg fór hann aftur eftir rútunni en sér ekki Mikolaj. Það hafi svo verið leitað í rútunni strax og fyrirtækið heyrði af því frá skólanum að drengurinn væri týndur. „Við förum út í bílinn og finnum barnið þar sem hann sat í sínu sæti sem aðstoðarfólkið hafði spennt hann í. Við hringjum bara strax í skólann. Þetta var afar óheppilegt en barnið var þarna í bílnum og við komum því strax í skólann þar sem foreldrarnir tóku við því.“ Jónas segir Teitur Jónasson ætli að skerpa á öllum verkferlum varðandi það þegar börn eru sótt í Klettaskóla og keyrð í Guluhlíð. „Öllum ferlum varðandi þetta þannig að bíllinn yrði grandskoðaður eftir hverja ferð og að verður gert. Það verður gengið hart eftir því að það sé skoðað rækilega og farið yfir að það sé enginn í bílnum,“ segir Jónas. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur drengur sem hóf nám í 1. bekk í Klettaskóla síðastliðinn mánudag. Eftir skóla í gær átti hann að fara í frístundaheimilið Guluhlíð en þegar mamma hans, Sylwia, kom að sækja hann um klukkan 16:30 komst hún að því að hann hafði ekki skilað sér þangað. Klettaskóli er sérskóli og Gulahlíð er frístundaheimili skólans. Í ljós kom eftir um það bil hálftíma leit að Mikolaj hafði gleymst í rútunni sem skutlar börnum úr Klettaskóla yfir í Guluhlíð. Drengurinn fannst því um klukkan 17 og hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma. Börnin voru sótt í skólann klukkan 13:30 og var ekið með þau í Guluhlíð en að sögn Michal, föður Mikolja, ók bílstjórinn síðan rútunni á bílaplan við Dalveg í Kópavogi þar sem hann læsti rútunni. Mikolaj var enn inni í rútunni en bílstjórinn tók ekki eftir honum. Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Michal segir að enginn frá frístundaheimilinu hafi hringt í þau foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Sylwia segir að starfsmaður á frístundaheimilinu hafi sagt við hana þegar hún kom að sækja að hann hafi haldið að pabbi Mikolaj hafi sótt hann beint í skólann. Það hafi hins vegar ekki verið hringt í Michal til að athuga hvort að svo hefði verið. Pabbi Mikolaj segir að hann hafi verið mjög glaður að sjá foreldrana sína en hann hafi greinilega verið hræddur og grátið mikið. Hræddur og búinn að pissa á sig Michal segir að hann hafi hringt á lögregluna þegar í ljós kom að Mikolaj var týndur. Lögreglan kom og var leitað að Mikolaj í kringum Klettaskóla og Guluhlíð. Lögreglumaður hafi síðan sagt honum klukkan rúmlega 17 að rútubílstjóri hefði fundið Mikolaj í rútunni á bílastæðinu við Dalveg. Þaðan var komið með Mikolaj til foreldra sinna þar sem þau voru við skólann. Spurður út í það hvernig ástandi Mikolaj var í þegar hann hitti loks foreldra sína segir Michal að augljóst hafi verið að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ segir Michal. Michal og Sylwia fóru með Mikolaj á Barnaspítala Hringsins eftir að hann fannst þar sem læknir skoðaði hann. „Og það var allt í lagi með hann. Hann var bara mjög þreyttur. Við vorum komin heim rétt fyrir átta og að hann sofnaði bara strax.“ Mikolaj fór í skólann í morgun en foreldrar hans ætla ekki að senda hann aftur í frístundaheimilið Guluhlíð. Þau vilja hins vegar segja frá því sem gerðist svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. Klettaskóli er sérskóli og Gulahlíð er frístundaheimili skólans.vísir/vilhelm „Þetta á ekki að geta gerst aftur“ Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri sem rekur frístundaheimilið Guluhlíð, segir að mjög fast verklag sé varðandi það þegar börnin fara með rútu frá Klettaskóla og yfir í Guluhlíð. Í gær hafi hins vegar verið gerð mistök af hálfu frístundaheimilisins. „Það er augljóst að það er starfsmaður sem fer ekki eftir verklagsreglum sem verður til þess að við tökum í raun og veru ekki á móti barninu. Við erum búin að hitta foreldrana og fara í gegnum þetta en við vorum ekki búin að búa til verklag í kringum það ef starfsmaður fer ekki eftir verklagi. Þannig að í allan morgun höfum við verið að smíða nýtt verklag í raun og veru til þess að passa það að þetta muni aldrei gerast aftur því þetta er auðvitað martröð okkar allra að börn sem ekki geta hjálpað sér sjálf, að við séum ekki að taka á móti þeim á réttum tíma,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Spurður út í það hvers vegna ekki hafi verið hringt í foreldra Mikolaj þegar hann skilaði sér ekki segir Haraldur að það hafi ekki verið farið eftir verklaginu. Þá gerist þetta. „Í Guluhlíð erum við með verklagið mun strangara en í almennum frístundaheimilum og hver og einn einasti starfsmaður hefur sitt hlutverk og verður að fara eftir verklagi í einu og öllu. Svo þegar við sjáum að það verður þarna handvömm á þá hefur það þessar afleiðingar sem varð til þess að við höfum endurskoðað allt verklag í kringum þetta,“ segir Haraldur. Þá hafi verið settir upp tveir varaventlar eins og hann orðar það. Einn starfsmaður hafi þannig einungis það hlutverk að taka á móti börnunum í rútunni og tveir aðrir starfsmenn sjá svo um að „baktékka“ það að allir hafi skilað sér inn á deildir frístundaheimilisins. „Þetta á ekki að geta gerst aftur því þótt einn starfsmaður klikki þá eru tveir aðrir starfsmenn sem þurfa að baktékka verk allra til þess að þetta gerist alls ekki aftur.“ Skerpt á verkferlum hjá rútufyrirtækinu Jónas Haraldsson, talsmaður rútufyrirtækisins Teits Jónassonar sem sér um að keyra börnin úr Klettaskóla yfir í frístundaheimilið, segir að þar hafi verkferlar líka verið endurskoðaðir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð gerist ekki aftur. Hann segir að rætt hafi verið við bílstjórann sem ók rútunni í gær. Um stóra rútu er að ræða með 57 sætum. Áður en bílstjórinn ók burt frá frístundaheimilinu í gær og að stæði Teits Jónassonar við Dalveg fór hann aftur eftir rútunni en sér ekki Mikolaj. Það hafi svo verið leitað í rútunni strax og fyrirtækið heyrði af því frá skólanum að drengurinn væri týndur. „Við förum út í bílinn og finnum barnið þar sem hann sat í sínu sæti sem aðstoðarfólkið hafði spennt hann í. Við hringjum bara strax í skólann. Þetta var afar óheppilegt en barnið var þarna í bílnum og við komum því strax í skólann þar sem foreldrarnir tóku við því.“ Jónas segir Teitur Jónasson ætli að skerpa á öllum verkferlum varðandi það þegar börn eru sótt í Klettaskóla og keyrð í Guluhlíð. „Öllum ferlum varðandi þetta þannig að bíllinn yrði grandskoðaður eftir hverja ferð og að verður gert. Það verður gengið hart eftir því að það sé skoðað rækilega og farið yfir að það sé enginn í bílnum,“ segir Jónas.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira