Lögreglu sem var við eftirlit á tónleikasvæði Októberfest við Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni var á miðnætti tilkynnt um að ung kona hefði verið kýld í andlitið og væri líklega nefbrotin.
Konan var farin á slysadeild þegar tilkynning barst. Með aðstoð öryggisvarða tókst að finna árásarmanninn.
Um klukkan hálf eitt var tilkynnt um slagsmál á hátíðinni. Slagsmálin voru að mestu yfirstaðin þegar lögregla kom á staðinn.
Nefbrotin á Októberfest
Kristín Ólafsdóttir skrifar
