Erfiður vetur Hörður Ægisson skrifar 6. september 2019 07:00 Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar