Óskaði þess að deyja eftir að hann kom fram í umdeildum sjónvarpsþætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 23:47 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breskur karlmaður, sem hlaut harkalega útreið eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show, lýsti skelfilegum áhrifum þáttarins á andlega heilsu sína þegar hann kom í dag fyrir þingnefnd sem hefur raunveruleikaþætti til rannsóknar. Þættirnir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV um árabil og nutu mikilla vinsælda í Bretlandi. Stöðin hætti hins vegar alfarið framleiðslu á þáttunum í maí síðastliðnum eftir að þátttakandi í þáttunum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. Þættirnir voru með eins konar spjallþáttasniði en flokkast þó sem raunveruleikaþættir. Í hverjum þætti tók Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Kyle reyndi svo að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Dwayne Davison, sem hefur verið lýst sem „hataðasta gesti“ þáttanna fyrr og síðar, kom í dag fyrir sérstaka þingnefnd um menningu, miðla og íþróttir sem hefur nú breska raunveruleikaþætti og áhrif þeirra á keppendur til rannsóknar.Dwayne Davison í þætti Jeremy Kyle.Skjáskot/ITVDavison sagðist hafa lagt líf sitt í rúst með því að hafa komið fram í þættinum árið 2014 ásamt kærustu sinni. Þá hafi hann íhugað að fremja sjálfsvíg eftir að þátturinn var sýndur í sjónvarpinu. „Ég held bara, og mér finnst það enn þá, að ég óska þess að ég gæti dáið. Vegna þess að ég get ekki stjórnað þessu Jeremy Kyle-dæmi. […] Árið 2018 tók ég þrjátíu kódín-töflur, gleypti þær allar, ég man ekki hvað gerðist en ég fékk sprautu. Hann [þátturinn] hefur lagt líf mitt í rúst, mér líður enn þá eins og það hvíli eitthvað þungt á mér.“Sjá einnig: Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Þá lýsti Davison því hvernig aðgangsharður framleiðandi hafi þvingað hann til að koma fram í þættinum. Honum hafi jafnframt verið komið fyrir í læstu herbergi þar sem hann þurfti að dúsa í tíu klukkustundir áður en hann var dreginn inn í sjónvarpssal. Þar hafi Jeremy Kyle, stjórnandi þáttanna, logið upp á hann óhróðri. Davison sagði líf sitt hafa umturnast í kjölfarið. Honum hafi ítrekað verið sagt upp störfum eftir að yfirmenn áttuðu sig á því að hann væri „hataðasti gestur“ Jeremy Kyle og þá hafi fjölskyldu hans verið hótað líflláti. Framleiðendur þáttanna hafi auk þess hunsað allar beiðnir hans um að hætta endursýningum á þættinum og að fjarlægja klippur úr honum af YouTube. Þingnefndin ræddi einnig við tvo þátttakendur í raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Marxel Somerville og Yewande Biala. Reynsla þeirra af þátttökunni var þó mun jákvæðari en sú sem Davison lýsti. Framleiðendur Love Island hafa verið gagnrýndir fyrir að halda ekki nægilega vel utan um keppendur þáttanna eftir að tveir fyrrverandi þátttakendur, Sophie Gradon og Mike Thalassitis, frömdu sjálfsvíg með stuttu millibili.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16 Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Breskur karlmaður, sem hlaut harkalega útreið eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show, lýsti skelfilegum áhrifum þáttarins á andlega heilsu sína þegar hann kom í dag fyrir þingnefnd sem hefur raunveruleikaþætti til rannsóknar. Þættirnir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV um árabil og nutu mikilla vinsælda í Bretlandi. Stöðin hætti hins vegar alfarið framleiðslu á þáttunum í maí síðastliðnum eftir að þátttakandi í þáttunum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. Þættirnir voru með eins konar spjallþáttasniði en flokkast þó sem raunveruleikaþættir. Í hverjum þætti tók Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Kyle reyndi svo að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Dwayne Davison, sem hefur verið lýst sem „hataðasta gesti“ þáttanna fyrr og síðar, kom í dag fyrir sérstaka þingnefnd um menningu, miðla og íþróttir sem hefur nú breska raunveruleikaþætti og áhrif þeirra á keppendur til rannsóknar.Dwayne Davison í þætti Jeremy Kyle.Skjáskot/ITVDavison sagðist hafa lagt líf sitt í rúst með því að hafa komið fram í þættinum árið 2014 ásamt kærustu sinni. Þá hafi hann íhugað að fremja sjálfsvíg eftir að þátturinn var sýndur í sjónvarpinu. „Ég held bara, og mér finnst það enn þá, að ég óska þess að ég gæti dáið. Vegna þess að ég get ekki stjórnað þessu Jeremy Kyle-dæmi. […] Árið 2018 tók ég þrjátíu kódín-töflur, gleypti þær allar, ég man ekki hvað gerðist en ég fékk sprautu. Hann [þátturinn] hefur lagt líf mitt í rúst, mér líður enn þá eins og það hvíli eitthvað þungt á mér.“Sjá einnig: Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Þá lýsti Davison því hvernig aðgangsharður framleiðandi hafi þvingað hann til að koma fram í þættinum. Honum hafi jafnframt verið komið fyrir í læstu herbergi þar sem hann þurfti að dúsa í tíu klukkustundir áður en hann var dreginn inn í sjónvarpssal. Þar hafi Jeremy Kyle, stjórnandi þáttanna, logið upp á hann óhróðri. Davison sagði líf sitt hafa umturnast í kjölfarið. Honum hafi ítrekað verið sagt upp störfum eftir að yfirmenn áttuðu sig á því að hann væri „hataðasti gestur“ Jeremy Kyle og þá hafi fjölskyldu hans verið hótað líflláti. Framleiðendur þáttanna hafi auk þess hunsað allar beiðnir hans um að hætta endursýningum á þættinum og að fjarlægja klippur úr honum af YouTube. Þingnefndin ræddi einnig við tvo þátttakendur í raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Marxel Somerville og Yewande Biala. Reynsla þeirra af þátttökunni var þó mun jákvæðari en sú sem Davison lýsti. Framleiðendur Love Island hafa verið gagnrýndir fyrir að halda ekki nægilega vel utan um keppendur þáttanna eftir að tveir fyrrverandi þátttakendur, Sophie Gradon og Mike Thalassitis, frömdu sjálfsvíg með stuttu millibili.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16 Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22