Ferillinn gæti endað á morgun en hann fengi samt fjórtán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 12:30 Jared Goff er orðinn mjög ríkur maður. Getty/Robert Reiners Jared Goff hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum við Los Angeles Rams í NFL-deildinni en leikstjórnandinn leiddi lið sitt í Super Bowl leikinn á síðasta tímabili. Jared Goff var að hefja fjórða árið sitt á fimm ára nýliðasamningi. Hann skrifar undir fjögurra ára framlengingu sem er virði 134 milljóna Bandaríkjadala eða meira en sautján milljarðar íslenskra króna.Jared Goff’s 4-year extension includes an NFL-record $110 million guaranteed He’s now tied to the Rams for 6 years and $161 million. (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/qkU0oXa8m1 — ESPN (@espn) September 4, 2019 Samningur Los Angeles Rams setti nýtt NFL-met hvað varðar upphæðina sem Jared Goff er öruggur með að fá hvort sem hann klárar þessi fjögur ár eða endar feril sinn á morgun. Jared Goff mun alltaf fá 110 milljónir dollara eða fjórtán milljarða íslenskra króna. Gamla metið átti Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, sem skrifaði undir sinn samning í júní. Wentz er öruggur með 107,9 milljónir Bandaríkjadala.With the two existing years he had remaining on his contract, Jared Goff is now tied to the Rams for six seasons and $161 million. https://t.co/UX7njVGpth — Adam Schefter (@AdamSchefter) September 4, 2019 Jared Goff er 24 ára gamall og hefur sýnt miklar framfarir á hverju tímabili. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 22,8 milljónir fyrir lokaár nýliðasamningsins. Svo tekur við nýi samningurinn. Hann mun nú fá samtals 161 milljón á næstu sex árum. Undir stjórn Goff hefur Los Angeles Rams unnuð sína deild tvö ár í röð og í febrúar komst liðið í sinn fyrsta Super Bowl leik í sautján ár. Liðið er líklegt til afreka á tímabilinu sem hefst um helgina. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Jared Goff hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum við Los Angeles Rams í NFL-deildinni en leikstjórnandinn leiddi lið sitt í Super Bowl leikinn á síðasta tímabili. Jared Goff var að hefja fjórða árið sitt á fimm ára nýliðasamningi. Hann skrifar undir fjögurra ára framlengingu sem er virði 134 milljóna Bandaríkjadala eða meira en sautján milljarðar íslenskra króna.Jared Goff’s 4-year extension includes an NFL-record $110 million guaranteed He’s now tied to the Rams for 6 years and $161 million. (via @AdamSchefter) pic.twitter.com/qkU0oXa8m1 — ESPN (@espn) September 4, 2019 Samningur Los Angeles Rams setti nýtt NFL-met hvað varðar upphæðina sem Jared Goff er öruggur með að fá hvort sem hann klárar þessi fjögur ár eða endar feril sinn á morgun. Jared Goff mun alltaf fá 110 milljónir dollara eða fjórtán milljarða íslenskra króna. Gamla metið átti Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, sem skrifaði undir sinn samning í júní. Wentz er öruggur með 107,9 milljónir Bandaríkjadala.With the two existing years he had remaining on his contract, Jared Goff is now tied to the Rams for six seasons and $161 million. https://t.co/UX7njVGpth — Adam Schefter (@AdamSchefter) September 4, 2019 Jared Goff er 24 ára gamall og hefur sýnt miklar framfarir á hverju tímabili. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 22,8 milljónir fyrir lokaár nýliðasamningsins. Svo tekur við nýi samningurinn. Hann mun nú fá samtals 161 milljón á næstu sex árum. Undir stjórn Goff hefur Los Angeles Rams unnuð sína deild tvö ár í röð og í febrúar komst liðið í sinn fyrsta Super Bowl leik í sautján ár. Liðið er líklegt til afreka á tímabilinu sem hefst um helgina.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira