Á grænni grein Agnar Tómas Möller skrifar 4. september 2019 07:00 Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun