Fótbolti

Fótboltastelpurnar farnar í verkfall af því að þær fá ekki borgað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Khadija Shaw.
Khadija Shaw. Getty/Craig Mercer
Landsliðskonur Jamaíku neita að æfa og eru farnar í verkfall þangað til að þær fá borgað frá jamaíska knattspyrnusambandinu.

Kvennalandslið Jamaíku tók þátt í fyrstu heimsmeistarakeppni fyrir aðeins tveimur mánuðum en reggí stelpurnar ætla nú að berjast samtaka fyrir rétti sínum.

Stjörnuleikmaður liðsins, framherjinn Khadija Shaw, sagði frá verkfallinu á Instagram og að þetta snúist um meira en bara pening.





„Við erum í þeirri stöðu í dag að við erum að berjast fyrir að fá bara borgað samkvæmt lágmarkstöðlum,“ skrifaði Khadija Shaw.

„Þetta snýst um breytingar og að breyta því hvernig menn horfa á kvennafótboltann ekki síst í Jamaíku,“ skrifaði Shaw.

„Við eigum meira skilið og þeir geta gert betur. Af þeim sökum mun ég ásamt liðsfélögum mínum í landsliðinu ekki taka þátt í fleiri landsliðsverkefnum fyrr en við fáum við borgað,“ skrifaði Khadija Shaw.

Knattspyrnusamband Jamaíka skar niður peninga til kvennalandsliðsins árið 2010 og landsliðið spilaði ekki leiki í langan tíma.

Uppkoma liðsins á HM í Frakklandi í sumar þótti merki um breytta tíma en nú er hið sanna að koma í ljós.

Landsliðskonur Jamaíka fylgja hér í fótspor landsliðskvenna Simbabve sem skrópuðu í leik í undankeppni Ólympíuleikanna á móti Sambía vegna þess að sambandið skuldaði þeim dagpeninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×