Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2019 19:15 Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni. Árborg Tónlist Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni.
Árborg Tónlist Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira