Akoh er 23 ára miðherji sem útskrifaðist úr Montana-háskólanum í vor.
Á síðasta tímabili var Akoh með 15,5 stig og 8,7 fráköst. Skotnýting hans var 58,7%.
Í tilkynningu frá Stjörnunni kemur fram að leikmannahópur liðsins sé orðinn fullmannaður fyrir tímabilið.
Auk Akohs hefur Stjarnan fengið Nick Tomsick og Kyle Johnson.
Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í undanúrslitum úrslitakeppninnar.