

Borgin þarf sjálfstæða skóla
Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel.
Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður.
Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja.
Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri.
Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum.
Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp.
Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá.
Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin.
Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi.
Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð.
Skoðun

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar