Hefur barist fyrir dóttur sína í mörg ár og stefnir nú ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 15:07 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot/Stöð 2 Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45